
jæjajæja
komin heim og ferðin var moj bíen eins og infæddir segja gjarnan...
sem og reyndar gullkorn eins og
-dance the salsa
-best mojito in Cuba
-happy new year my friend
því fylgir svo runa um where you from eða bara gelt á mann eitthvað random land sem er líka skemmtilegt.
ferðin var sémsagt æðislegt. það bærðust samt um í mér blendnar tilfinningar til Kastrós og hans ákvörðunar um stjórnarhætti landsins. ég hafði lesið skoðanir vestrænnu lýðræðislandanna okkar sem fordæma stjórnar og staðarhætti og fyrstu dagana var ég fyllilega sammála; ekkert land gengur upp með kommúnisma og greyið greyið fólkið að þurfa borða bara eina tegund af brauði og búa í algerum hreysum.
en svo....

pabba tókst að ramba inn á kínasetur í kínahverfinu þar sem iðkun austurlenskra íþrótta fór fram. við vorum ekki lengi að þiggja boð um einn grænan tebolla og spjall við liðuga kúbverja. þar hittum við konu sem var kúbverji en hafði búið í bna sem barn. hún gaf mér alveg nýja sýn á stjórn kastrós og fékk mig til að hugsa hvort að hann væri kannski ekki alfarið svo slæmur.
það hafa jú öll samfélög sín vandamál, svoldið svona same same but different.
við mættum til konunnar góðu í tveggja klst tai chi æfingu daginn eftir.
þessi gamlendasportiðkun er klárlega vanmetin.
tai chi á kúbu, það gerist varla meira framandi er það?
við gistum í Casa Particulares aka heima hjá hjónum sem leigðu út aukaherbergi sem þau voru með. á þrðija degi í havana fattar pabbi það að það er bara eitt baðherbergi í íbúðinni... góð ráð voru nú dýr fyrir greyið gömlu hjónin þvi að við vorum með læstan aðgang að klósettinu góða. pabbi braut heilan lengi vel og að lokum komst að þeirri niðurstöðu að það væri kannski bara best að við værum sem minnst heima...
svo það var það sem við gerðum. við fórum út kl.8 á morgnann og komum heim um 12-14 klst seinna eftir stanslausa göngu. mig minnir að pabbi hafi sagt að við höfum gengið ekki undir 20 km á dag.. geri aðrir betur!
við gengum havana endilanga og lentum þó nokkrum sinnum í því að sjá ekki hvítan mann né leigubíl í nokkra kílometra radíusi.... sem var áhugavert. það var annað. það var ofsalega margt áhugavert. ég held að þetta sé ein sú fótógenískasta borg sem ég hef heimsótt. mér fannst hver rammi hreint listaverk og var myndafjöldinn líka eftir því. ég vildi óska að ég ætti flotta myndavél með flottir linsu sem ég kynni að nota. hér væri eflaust magnað að gera litla mynd...

kúbverjar búa við skömmtunarkerfi. allt er skammtað. miðar fyrir öllu milli himins og jarðar. svona eins og við íslendingar bjuggum einu sinni við..jú og rússar fyrir ekkert svo löngu síðan. hvað um það, maður spyr sig hvort þetta sé trygging fyrir nægjusemi og óþarfa bruðli með hluti sem við í raun og veru þurfum ekki til að svala grunnþörfunum okkar eins og td proscutto skinka þegar ég gæti líka bara borðað venjulega samlokuskinku sem er mun ódýrari....
en...
samfélagið verður einsleitt ef við göngum öll í einkennisbúningum okkar sem ríkið skaffið og við verðum fljótt þreytt á einhæfri fæðu enda er það eitthvað sem allir einkaþjálfarar mæla gegn. að því sögðu þá verður að taka það fram að greyjið kúbverjarnir eru fáránlega einhæfir í matagerð en frumlegir með notkun á miðunum sínum á öðrum stöðum.
hvað er það td að gera allt að gordon bleu? hver vill fá djúpsteik flak af fisk með skinku og osti ofan á?
hvað er líka með ofnotkun á steikingarolíu og feiti í ÖLLU? bara með því að finna lyktina af brælunni fann ég appelsínuhúð myndast á rassinum mínum.
hvernig er líka hægt að klúðra einföldustu réttum eins og frönskum???
merkilegt alveg.
en....
við fengum góðan mat í gamla hverfinu, það má alltaf treysta á arabana til að redda manni í svona krísu..
þess á milli drukkum við bjór heimamanna, Bucanero, og að sjálfsögðu stolt kúbverja, mojito og daiqury í lítratali.
við sáum eina af vinsælustu hljómsveit kúbverja á Casa Del La Musica, De Van Van, og það var mega skemmtilegt. fengum insider tip um að þeir myndu vera að spila á opnunartíma heimamanna (milli kl.16-20 en túristar eftir það) svo við drifum okkur og það var aldeilis magnað. ég verð að játa það að ég fékk bara vatn í munninn við að sjá strákana flexa og hreyfa mjaðmirnar..mér fannst bara eins og ég ætti að narta aðeins í þá..þessi ofurgrinilegu kjötstykki.. en ég hélt aftur að mér enda með pabba og svona...

eftir fjóra daga í havana og ýmis fleiri ævintýri sem ég segi frá síðar þá ákváðum við að skella okkur til sólarstrandarbæjarins Varadero svo ég gæti farið að kafa.
þar tók við okkur all inclusive hótel með drukknum útlendingum. algerri lágmenningu var náð. það var sem hlið sódómu hefði opnast og baðað okkur í teknótakti sínum við seiðandi blikk stróljósanna.
á ákveðnum tímapunkti varð ég hreinlega kjaftstopp.
hvort það hafi verið í buffet matnum eða þegar skemmtunin var um kvöldið eða þegar lifandi eftir líking The Hulk lagðist á bekkin við hliðana á mér í thigty whities... alveg rosalegt. og merkilegt.
en í köfun ég fór og kynntist fullt fullt af fólki og er nú með m.a heimboð í kanada.
við köfuðum niður að skipsflaki sem er eitthvað sem ég hef aldrei gert áður, mjög áhugavert. svo reyndi skúbakennarinn við mig.... við erum að tala um kúnstir í 30 m dýpi sem og að faðma mig og leiða.. vissulega öðruvísi viðreynsla. þegar ég kom uppúr þá hrósaði hann litnum á vörunum mínum og sterkum lærvöðvum sem og að benda mér á að plokka á még augabrúnina og að annað brjóstið mitt væri að kíkja útúr bikiní toppnum mínum.... en koma með svona ,,very næs" komment eins og Borat, bara gaman að því.
með höfðuðið troðið af fallegum hrósum frá stæltum og heltönnuðum kúbverjum hélt ég ein út á lífið. pabbi greyið var eitthvað slappur svo hann var bara skilinn eftir uppi á hóteli að passa sjónvarpið okkar sem var með gervihnattadisk og skuggalega mörgum bna stöðvum.
hauslaus ég varð og steig nokkra tryllta dansa. á einum tímapunkti var mér svo heitt að ég fór úr sokkunum. þeir svo reyndar týndust inni á staðnum....
held ég hafi verið komin á það stig að annað augað hafi bara verið opið og ég hafi verið hætt að greina andlit....
þetta var sémsagt æðislegur dagur og kvöld í alla staði, skemmti mér alveg konunglega í að kenna hverjum sem vildi læra bumb and grind dans kananas og myndbandanna. alveg eðal og heimamenn kusu hann á einum tímapunkti fram yfir salsa.
ég komst líka að því að eftir 5 mojito og nokkra bjóra er ég bara ágætis salsa dansari. ég allavega dillaði mér alveg nóg fyrir þrjá svo vonandi var ég að gera eitthvað rétt.....
ferðasögur af kirkjugarðinum og túrgædinum, skrautlega fólkinu í flugvélinni, rommverskmiðjunni, trukka strætóana, kúbversku systkinunum og galleríunum eru meðal þess sem verða að bíða betri tíma því að nú verð ég að fara lúlla mér.
ég held að vinnandi fólk eigi ekki að fara sofa eftir miðnætti, það getur ekki verið gott.
ég er að vinna í því að hlaða inn myndunum svo að fylgist með...
siggadögg
-sem ætlar að bæta ímynd strætó-
3 ummæli:
oooh, just sounds so nice! hlakka til að fá ferðasöguna og slúðrið þegar ég kem hjem aftur:) hafðu það gott í vinnunni in the mean time...
Vá ferðin hljómar frábærlega. Þú ert ekkert smá dugleg að ferðast! Hvað er svo þetta nýja djobb sem þú ert í?
heyyyyyyyyy....
ég lofa að fara blogga bráðum, ég hlusta alveg á símtölin og kommentin sem hér berast.
annars aldís mín kæra þá er ég orðin Kappa-fling-fling stelpa víííííí´...
nú erum ég og Cleese komin í eina sæng ;)
Skrifa ummæli